
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru einungis 25 prósent landsmanna ánægð með nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta eru vitanlega vondar fréttir fyrir ríkisstjórnina en vatn á myllu stjórnarandstöðunnar. Haldi hið litla fylgi má búast við að taugatitrings taki að gæta hjá Viðreisn og Bjartri framtíð sem vilja vitaskuld ekki þurrkast út af þingi í næstu kosningum, sem ýmsir telja reyndar að muni verða haldnar fyrr en seinna.