
Manuel Ugarte, leikmaður Manchester United, er orðaður við hollenska stórliðið Ajax í þarlendum miðlum í dag.
Miðjumaðurinn gekk í raðir United frá Paris Saint-Germain fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki staðið undir væntingum á Old Trafford.
Ajax vill fá Ugarte til sín, en launakörfur leikmannsins, sem þénar vel í Manchester, gætu komið í veg fyrir skiptin.
Ajax ku einnig skoða þann möguleika að fá reynsluboltann Daley Blind, sem er uppalinn hjá félaginu og sneri aftur þangað eftir dvöl hjá United, aftur til félagsins.