

Jurgen Klopp mun snúa aftur á hliðarlínuna á Anfield á þessu ári en hann yfirgaf Liverpool árið 2024.
Klopp er hættur þjálfun í bili en hann starfar sem yfirmaður íþróttamála Red Bull og virðist njóta sín í því starfi.
Hann mun mæta aftur á Anfield þann 28. desember er Liverpool spilar góðgerðarleik við Dortmund á Englandi.
Goðsagnir beggja félaga munu þar etja kappi en Klopp var einmitt áður hjá Dortmund sem spilar í Þýskalandi.
Klopp verður ekki aðalþjálfarinn í þessum leik en hann mun verða aðstoðarmaður Kenny Dalglish, goðsagnar Liverpool, og mun styðja hann á hliðarlínunni.