fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
433Sport

Forseti Barcelona steinhissa

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. janúar 2026 19:30

Joan Laporta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain hefur gengið frá kaupum á 18 ára spænska miðjumanninum Dro Fernandez frá Barcelona. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum greiddi PSG 8,2 milljónir evra fyrir leikmanninn. Forseti Barcelona er hissa á þessu.

„Þetta var óþægileg staða. Við höfðum sammælst um aðra lausn þegar hann yrði 18 ára, en umboðsmaður hans sagðist skyndilega ekki geta staðið við það,“ sagði Joan Laporta, en Börsungar sáu fyrir sér að endursemja við leikmanninn.

Fernandez gekk í La Masia-akademíuna árið 2022 og hefur spilað fimm leiki með aðalliðinu, þar á meðal í Meistaradeildinni. Hann hefur skrifað undir samning við PSG til ársins 2030.

„Þetta er mikill heiður. PSG er risastór klúbbur sem ég hef fylgst með frá barnæsku,“ sagði Fernandez, sem bætti við að ákvörðunin hefði verið ein sú erfiðasta á ferlinum.

PSG segir kaupin falla fullkomlega að stefnu félagsins um að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spánverjarnir staðfesta kaup á Sigurði Bjarti

Spánverjarnir staðfesta kaup á Sigurði Bjarti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rifta samningi og senda hann aftur til Arsenal

Rifta samningi og senda hann aftur til Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var hættur en tekur skóna af hillunni þegar hann er að verða fertugur

Var hættur en tekur skóna af hillunni þegar hann er að verða fertugur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinkona Beckham fjölskyldunnar tók ákvörðun sem hún fagnar í dag – Ræðir málið í miðjum stormi í Beckham fjölskyldunni

Vinkona Beckham fjölskyldunnar tók ákvörðun sem hún fagnar í dag – Ræðir málið í miðjum stormi í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Fullyrða að Cole Palmer vilji fara til Manchester United

Fullyrða að Cole Palmer vilji fara til Manchester United
433Sport
Í gær

Áhugaverð ummæli Arnars – Hefur ekki neinn áhuga á því að ná árangri með aðferðum Lars og Heimis

Áhugaverð ummæli Arnars – Hefur ekki neinn áhuga á því að ná árangri með aðferðum Lars og Heimis