fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
433Sport

Afturelding staðfestir komu Jóns Vignis

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. janúar 2026 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding hefur fengið Jón Vigni Pétursson til liðs við sig frá Selfyssingum. Jón Vignir hefur skrifað undir samning við Aftureldingu sem gildir næstu tvö árin eða út tímabilið 2027. Jón er 22 ára gamall en hann hefur á ferli sínum spilað á miðjunni og sem miðvörður.

Jón Vignir var fyrirliði Selfyssinga í Lengjudeildinni á síðasta tímabili en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin ár. Jón Vignir hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar spilað sex tímabil í meistaraflokki en hann á samtals að baki yfir hundrað deildar og bikarleiki með Selfyssingum.

,,Tilfinningin er mjög góð að vera orðinn leikmaður Aftureldingar og ég er spenntur að byrja. Spennandi verkefni í gangi sem ég er klár í að taka þátt í og ná markmiðum félagsins sem kynnt voru fyrir mér,” sagði Jón Vignir eftir undirskrift hjá Aftureldingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jurgen Klopp að snúa aftur á Anfield og verður aðstoðarþjálfari

Jurgen Klopp að snúa aftur á Anfield og verður aðstoðarþjálfari
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fulham staðfestir kaup á Bobb frá City

Fulham staðfestir kaup á Bobb frá City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru líklegustu liðin til að vinna Meistaradeildina

Þetta eru líklegustu liðin til að vinna Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham á meðal fjölda liða sem vilja Sterling

Tottenham á meðal fjölda liða sem vilja Sterling
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgefur Arsenal formlega í dag

Yfirgefur Arsenal formlega í dag
433Sport
Í gær

Lærisveinar Freys tóku síðasta lausa sætið í umspilinu – Fín úrslit Íslendinganna

Lærisveinar Freys tóku síðasta lausa sætið í umspilinu – Fín úrslit Íslendinganna