Michael Owen fyrrum framherji enska landsliðsins botnar enn ekkert í því að Harry Kane hafi farið til FC Bayern fyrir meira en tveimur árum.
Owen var gestur í hlaðvarpi Rio Ferdinand en Owen er þekktur fyrir nokkuð sérstakar skoðanir á hlutunum.
„Ég var ekki sammála því að fara til Þýskalands, ég hef oft rætt þetta. Þetta var klikkun,“ sagði Owen.
Kane var stjarna Tottenham og raðaði inn mörkum, hann var á barmi þess að skrifa söguna.
„Þú ert á barmi þess að verða markahæsti leikmaður í sögu ensku deildarinnar,“ sagði Owen og kom svo með furðulegan punkt. „Börnin hans voru líka í skóla á Englandi.“
„Ég gat ekki skilið þetta, ég botna ekkert í þessu.“