Framherjinn Tammy Abraham er á leið til Tyrklands en hann mun gera fjögurra ára samning við Besiktas.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en um er að ræða 27 ára gamlan Englending sem er samningsbundinn Roma.
Abraham var áður hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en gekk í raðir Roma 2021 og var svo lánaður til AC Milan í vetur.
Samkvæmt Romano mun Abraham lenda í Tyrklandi á morgun og krota undir samning við tyrknenska stórveldið.
Abraham á að baki 11 landsleiki fyrir England en stóðst ekki væntingar hjá Milan í vetur þar sem hann skoraði þrjú mörk í 28 deildarleikjum.