Manchester City ætlar ekki að gefast upp í því að eltast við Florian Wirtz leikmann Bayer Leverkusen þrátt fyrir fréttir vikunnar.
Bild í Þýskalandi sagði í vikunni að Wirtz vildi fara til FC Bayern.
City er með Wirtz efstan á óskalista sínum og vill félagið fá hann til að fylla skarð Kevin de Bruyne í sumar.
Wirtz er 22 ára gamall þýskur landsliðsmaður sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína síðustu ár.
Daily Mail segir að City telji sig áfram eiga góðan möguleika og að fréttir um Wirtz hafi valið Bayern séu ekki réttar.