Ruben Amorim stjóri Manchester United mætti með stærðarinnar plástur út í síðari hálfleikinn gegn Athletic Bilbao í gær.
United tryggði sér þá farmiða í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. United vann fyrri leikinn 3-0 en var 0-1 undir í hálfleik í gær.
Staðan var því viðkvæm og stjórinn frá Portúgal eflaust látið vel í sér heyra.
Hann mætti svo út í síðari hálfleikinn með umbúðirnar á hnúanum sem enginn veit af hverju komu.
Sumir velta því fyrir sér hvort Amorim hafi látið hnefann dangla í vegg en í janúar braut hann sjónvarp í klefanum í leik gegn Brighton.