Casemiro gæti óvænt klárað ferilinn með Manchester United. Frá þessu segir The Sun.
Casemiro er orðinn 33 ára gamall og hefur átt misjöfnu gengi að fagna í treyju United frá því hann kom frá Real Madrid 2022.
Miðjumaðurinn hefur hins vegar verið flottur í vor og spilað stórt hlutverk í Evrópudeildarvegferð United, þar sem liðið er komið í úrslitaleikinn.
The Sun segir að Ruben Amorim, stjóri United, telji nú að Casemiro geti verið mikilvægur hluti af liði sínu næstu árin.
Samningur Casemiro á Old Trafford rennur út eftir næstu leiktíð. Hann þénar hátt í 400 þúsund pund á viku og er ekki víst að hann haldi slíkum samningi í fleiri ár.
Brasilíumaðurinn hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu sem og vestan hafs en hann gæti verið áfram hjá United eftir allt saman.