Stuðningsmaður Arsenal er í vondum málum eftir kynþáttafordóma hans á leik liðsins á miðvikudag. Allt var tekið upp og fordæmir félagið málið.
Líklegt er að maðurinn fái bann frá leikjum Arsenal en hann var mættur til Parísar til að sjá liðið gegn PSG. Þar tapaði Arsenal og er úr leik í Meistaradeildinni.
Maðurinn sat nálægt stuðningsmönnum PSG og átti í samskiptum við þá þar sem maðurinn sem lét ýmislegt ógeðfellt falla.
„Múslimi drasl,“ sagði maðurinn meðal annars og hélt svo áfram.
„Haltu kjafti skítugi þeldökki maður,“ sagði maðurinn einnig og hélt svo áfram þar sem hann urðaði yfir stuðningsmann PSG.
Allt þetta náðist á myndband og er hér að neðan.
🚨 RACISME « Sale MUSULMAN DE MERDE » « Ferme ta gueule SALE NÈGRE » « Sale PÉDÉ » : un supporter du PSG a été insulté en anglais par un supporter d’Arsenal ce soir au Parc des Princes ! (vidéo reçue)
À partager ! #PSGARS pic.twitter.com/PEOiFQB1xd
— Ilies Djaouti (@IliesDjt) May 7, 2025