fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. maí 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RB Leipzig gæti blandað sér í kapphlaupið um Jobe Bellingham, sem verður sennilega eftirsóttur í sumar.

Jobe er bróðir Jude Bellingham, stjórstjörnu Real Madrid og enska landsliðsins, en kappinn er á mála hjá Sunderland í ensku B-deildinni í dag.

Þar er hann lykilmaður í liðinu, sem er komið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

Jobe, sem er miðjumaður eins og bróðir sinn, gæti því tekið skrefið í stærra lið í sumar. Er Dortmund reglulega nefnt til sögunnar. Bróðir hans spilaði þar einnig áður en hann fór til Real.

Þýskir miðlar segja þó að RB Leipzig gæti blandað sér í baráttuna. Jurgen Klopp, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull félögunum, gæti beitt sér fyrir því að fá kappann.

Dortmund hefur þó þegar fundað með leikmanninum og er talið leiða kapphlaupið, en talið er að Jobe kosti á bilinu 20 til 25 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar