RB Leipzig gæti blandað sér í kapphlaupið um Jobe Bellingham, sem verður sennilega eftirsóttur í sumar.
Jobe er bróðir Jude Bellingham, stjórstjörnu Real Madrid og enska landsliðsins, en kappinn er á mála hjá Sunderland í ensku B-deildinni í dag.
Þar er hann lykilmaður í liðinu, sem er komið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.
Jobe, sem er miðjumaður eins og bróðir sinn, gæti því tekið skrefið í stærra lið í sumar. Er Dortmund reglulega nefnt til sögunnar. Bróðir hans spilaði þar einnig áður en hann fór til Real.
Þýskir miðlar segja þó að RB Leipzig gæti blandað sér í baráttuna. Jurgen Klopp, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull félögunum, gæti beitt sér fyrir því að fá kappann.
Dortmund hefur þó þegar fundað með leikmanninum og er talið leiða kapphlaupið, en talið er að Jobe kosti á bilinu 20 til 25 milljónir punda.