„Ég ræði það ekki heldur bara tímabilið sem er í gangi, það eru þrír leikir eftir,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal um plan félagsins fyrir sumarið.
Stuðningsmenn Arsenal kalla eftir því að sóknarleikurinn verði styrktur og það hressilega í sumar.
Arsenal féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni en liðið situr í öðru sæti ensku deildarinnar.
„Við værum frekar seinir af þessu ef við værum ekki búnir að funda og teikna upp sumarið,“ sagði Arteta.
Ljóst er að Arsenal vilja fá tvo sóknarmenn í sumar og líklega mun liðið einnig bæta við sig miðjumanni.