Einbeiting Marco Silva er öll á Fulham þrátt fyrir áhuga Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Frá þessu greinir Sky Sports.
Al-Hilal rak Jorge Jesus, stjóra sinn, á dögunum og leitar að manni til að leiða liðið inn í HM félagsliða í sumar.
Er Silva þar á blaði, en hann er einnig sagður á blaði Tottenham sem hugsanlegur arftaki Ange Postecoglou, sem er ansi valtur í sessi.
Silva hefur verið að gera ansi fína hluti með Fulham og er sagður algjörlega með hausinn á verkefninu þar.
Silva hafnaði gylliboði frá Sádí árið 2023, þá frá Al-Ahli, sem var til í að greiða honum 40 milljónir punda fyrir tvö ár af vinnu.