Niko Kovac stjóri Dortmund ástamt stjórnendum félagsins fóru á fund með Jobe Bellingham á dögunum.
Þýskir miðlar segja frá þessu en Jobe er 19 ára leikmaður Sunderland.
Hann var á dögunum kjörinn besti ungi leikmaðurinn í næst efstu deild á Englandi en lið á Englandi horfa einnig til hans.
Jobe veit að umhverfið í Dortmund gæti hentað sér en eldri bróðir hans Jude Bellingham blómstraði þar.
Kovac og stjórnendur Dortmund funduðu með Job og hans fólki en Sunderland vill um 25 milljónir punda fyrir hann í sumar.