fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á ótrúlegar minningar, dóttir mín elskaði partý,“ sagði Luis Enrique stjóri PSG í gær eftir að hafa slegið Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dóttir Enrique var aðeins 9 ára gömul þegar hún lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2019. Hann hefur síðan þá haldið minningu hennar á lofti.

Hugarfar Enrique í þessu erfiða máli hefur vakið mikla eftirtekt. Hann trúir því að Sana vaki yfir og lifi með honum í gegnum það góða og slæma í lífinu.

„Ég er alveg viss um það að sama hvar hún er stödd þá er hún áfram að hafa gaman. Ég man eftir magnaðri myndi af henni þegar ég vann Meistaradeildina með Barcelona.“

„Ég vonast til að geta unnið með PSG, dóttir mín verður ekki þarna líkamlega en andlega verður hún það. Fyrir mig er það mjög mikilvægt.“

Myndband úr heimildarmynd sem kom fyrir nokkrum árum rammar upp hugarfar Enrique.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes