Þýska stórliðið Dortmund hefur áhuga á að kaupa Jobe Bellingham frá Sunderland og hefur rætt við leikmanninn.
Sky í Þýskalandi segir frá þessu, en hinn 19 ára gamli Jobe er auðvitað bróðir Jude Bellingham, stjörnu Real Madrid og enska landsliðsins.
Hann er aðeins 19 ára gamall og mikið efni. Er hann lykilmaður í liði Sunderland sem er komið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fulltrúar Dortmund flugu til Englands í vikunni til að ræða við Jobe, sem er miðjumaður líkt og bróðir sinn. Er hann samningsbundinn Sunderland í þrjú ár til viðbótar.
Jude lék með Dortmund áður en hann var keyptur til Real Madrid fyrir síðustu leiktíð.