Arsenal hefur hafið samtalið við umboðsmann Liam Delap um að fá enska framherjann í sumar.
Enskir miðlar fjalla um málið í dag en Delap er 22 ára framherji Ipswich.
Fleiri lið eru á eftir Delap og hefur hann meðal annars verið mikið orðaður við Manchester United.
Delap er til sölu fyrir 30 milljónir punda í sumar en það varð ljóst eftir fall Ipswich úr deild þeirra bestu.
Arsenal vill fá inn framherja í sumar og segja enskir miðlar að áhuginn á Delap sé til staðar.