Weston McKennie, leikmaður bandaríska landsliðsins, hafnaði tæpum tveimur milljónum króna fyrir tveimur árum er hann lék með landsliði sínu gegn Mexíkó.
Það varð allt vitlaust Í þessum leik en McKennie fékk rautt spjald sem og Cesar Montes hjá Mexíkó er slagsmál brutust út í seinni hálfleik.
Bandarískir miðlar rifja upp ansi áhugavert atvik sem tengist þessum leik og kemur sérstaklega að McKennie sem er leikmaður Juventus.
McKennie fékk tilboð í treyjuna sem hann lék í eftir leik og var ónefndur aðili tilbúinn að borga tvær milljónir en fékk einfaldlega höfnun.
Miðjumaðurinn vildi sjálfur halda treyjunni sem var ónýt eftir viðureignina en hún var rifin og slitin eftir hörð slagsmál í leiknum.
McKennie hafnaði þarna boði sem ekki margir aðrir knattspyrnumenn hefðu hafnað en hann þénar þó mun meira en tvær milljónir á mánuði á samningi sínum á Ítalíu.