Khvicha Kvaratskhelia er eini leikmaðurinn á þessu tímabili í stærstu deildum Evrópu sem getur montað sig af því að hafa unnið tvo deildarmeistaratitla.
Kvaratskhelia er í dag leikmaður Paris Saint-Germain en hann gekk í raðir franska stórliðsins í janúarglugganum.
Georgíumaðurinn hefur spilað virkilega vel með PSG síðan þá og fagnaði sigri í deildinni með liðinu.
Ekki nóg með það heldur fékk Kvaratskhelia einnig medalíu á föstudag er hans fyrrum félag Napoli vann Serie A á Ítalíu.
Kvaratskhelia spilaði nógu marga leiki til að tryggja sér medalíu fyrir tímabilið og er því tvöfaldur deildarmeistari á einu tímabili.