Jurgen Klopp hefur staðfest það að hann sé ekki að snúa aftur í þjálfarastarf og hefur í raun engan áhuga á að gera það næstu árin.
Klopp er að starfa fyrir Red Bull fótboltakeðjuna í dag og er á bakvið tjöldin en hann var áður stjóri Liverpool og gerði flotta hluti.
Klopp hefur verið orðaður við Roma á Ítalíu undanfarið en það eru kjaftasögur að sögn Klopp sem er mættur aftur til Englands í heimsókn.
Þjóðverjinn virðist hafa engan áhuga á að þjálfa þessa stundina og er sáttur í því starfi sem hann sinnir í dag.
,,Ég sakna starfsins ekki ef ég á að vera 100 prósent hreinskilinn. Það sem þið lesið í blöðunum næstu tvö til þrjú árin – ef ég er orðaður við þjálfarastarf þá getið þið fullyrt að það sé kjaftæði,“ sagði Klopp.
,,Ég er ekki að fara til Roma. Ég fékk skilaboð í morgun þar sem mér var sagt að Róm væri góð borg og ég hugsaði bara með mér ‘Já? en ég hef heyrt það áður.’