Jobe Bellingham gat svo sannarlega fagnað í gær en hann er leikmaður Sunderland sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Það eru mörg ár síðan Sunderland spilaði síðast í efstu deild en liðið hefur verið í töluverðum dvala undanfarið.
Undrabarnið Jobe hefur spilað stórt hlutverk með Sunderland á tímabilinu en bróðir hans er Jude Bellingham, stjórstjarna Real Madrid.
,,Ég er svo ‘fokking’ stoltur,“ skrifaði Jude á Instagram og birti mynd af bróður sínum þar sem þeir voru í miðju myndsímtali.
Sunderland mun reyna allt til að halda Jobe fyrir næsta tímabil en stærri lið í Evrópu eru að horfa til leikmannsins.
Myndina skemmtilegu má sjá hér.