Eins og margir vita þá er varnarmaðurinn efnilegi Dean Huijsen á leið til Real Madrid en hann gengur í raðir liðsins 1. júní.
Huijsen er 20 ára gamall og er leikmaður Bournemouth en hann var áður hjá bæði Juventus og Roma.
Spænski landsliðsmaðurinn kostar Real 50 milljónir punda og skrifaði hann undir fimm ára samning til 2030.
Huijsen er að fjórfalda eigin laun með því að semja við Real en hann fær í dag 30 þúsund pund á viku hjá Bournemouth.
Real er talið ætla að borga leikmanninum um 150 þúsund pund á viku og gerði mikið til að vinna önnur lið í kapphlaupinu um hafsentinn.
Huijsen var ekki lengi á Englandi en hann var að spila sitt fyrsta tímabil og lék 35 leiki í vetur.