Það er ljóst að Lucas Vazquez er að yfirgefa Real Madrid en hann verður 34 ára gamall á þessu ári.
Vazquez hefur allan sinn feril leikið með Real fyrir utan lánsdvöl hjá Espanyol fyrir um tíu árum síðan.
Vazquez kvaddi Santiago Bernabeu í gær en hann spilaði sinn 400. leik fyrir félagið í 2-0 sigri á Real Sociedad.
Spánverjinn fékk treyju með númerinu 400 eftir leik og mun nú róa á önnur mið og enda ferilinn í öðru landi að öllum líkindum.
Í þessum 400 leikjum skoraði Vazquez 38 mörk en hann lék einnig níu landsleiki fyrir Spán frá 2016 til 2018.