Það er ljóst hvaða lið á Englandi munu spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en lokaumferðinni lauk rétt í þessu.
Aston Villa og Nottingham Forest komast ekki í deild þeirra bestu þetta árið eftir tap í lokaumferðinni.
Villa tapaði 2-0 á Old Trafford gegn Manchester United og endar Newcastle í fimmta sæti þrátt fyrir óvænt tap gegn Everton heima.
Chelsea, Manchester City og Arsenal unnu sína leiki og enda í topp fjórum þetta tímabilið.
Chelsea vann Nottingham Forest 1-0 á útivelli, Arsenal vann Southampton 2-1 einnig á útivelli og City gerði það sama gegn Brighton með 2-0 sigri.
Nýkrýndir meistarar í Liverpool enduðu tímabilið með jafntefli á Anfield en Crystal Palace sótti gott stig í leik sem lauk 1-1.
Tottenham tapaði 4-1 heima gegn Brighton, Wolves og Brentford gerðu 1-1 jafntefli, Bournemouth vann Leicester 2-0 og West Ham heimsótti Ipswich og hafði betur 3-1.