Amine Gouiri er nafn sem einhverjir kannast við en hann spilar með Marseille í Frakklandi.
Gouiri hefur baunað hressilega á franska knattspyrnusambandið fyrir það að tilnefna ekki Roberto de Zerbi, stjóra liðsins, til verðlauna eftir að tímabilinu lauk.
De Zerbi var að klára sitt fyrsta tímabil með Marseille og hafnaði liðið í öðru sæti á eftir aðeins stórliði Paris Saint-Germain.
,,De Zerbi er frábær stjóri og það er skandall að hann hafi ekki verið tilnefndur til verðlauna af sambandinu,“ sagði Gouiri.
,,Allir vilja meina að það sé eðlilegt að ná öðru sætinu með þessum leikmannahópi en þetta er hans fyrsta tímabil í Ligue 1 – hann þekkti ekki deildina. Hann er með nýtt lið og það sem hann hefur gert er frábært.“
Gouiri hélt áfram og ræddi Mason Greenwood, framherja liðsins, sem var ekki tilnefndur til verðlauna líkt og Ítalinn.
,,Það má segja það sama um það, þetta er skandall. Hann er markahæstur í deildinni og er heimsklassa framherji.“
,,Að spila með honum er frábært og hann þurfti lítinn sem engan tíma til að aðlagast.“