Birmingham er komið aftur upp í næst efstu deild á Englandi en Tom Brady er einn af eigendum félagsins.
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted verða áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.
Félagið hefur hins vegar losað sig við fimmtán leikmenn sem voru í herbúðum félagsins.
Grant Hanley sem er reyndur skoskur landsliðsmaður fær ekki nýjan samning og sama er að segja um Lee Myung-Jae.
Þá fara þeir Luke Harris, Kieran Dowell og Ben Davies allir. Ben Beresford, Junior Dixon, Taylor Dodd, Laiith Fairnie, Harley Hamilton og Josh Home fara allir auk fleirri ungra leikmanna.
Hinn öflugi og reyndi Lukas Jutkiewicz hefur svo ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Chris Davies þjálfari liðsins er sagður hafa fengið loforð um styrkingu í sumar og er talað um að Birmingham sæki sex öfluga leikmenn.