Alisha Lehmann, leikmaður Juventus, er ansi vinsæl utan vallar og með yfir 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Móðir hennar segir hana þó vera fræg fyrir fótboltan en ekkert annað.
Lehmann er líklega frægasta knattspyrnukona í heimi en útlit hennar er mikið rætt á forsíðum blaða erlendis.
Lehmann hefur spilað fyrir West Ham, Everton og Aston Villa og gekk svo í raðir Juventus síðasta sumar.
„Hún varð fræg fyrir fótboltann en ekki útlit sitt,“ segir móðir Lehmann sem er orðin þreytt á því hvernig útlit hennar er til umræðu.
„Hún málar sig og hefur sig til en hún hefur verið atvinnumaður í átta ár, hún er ekki bara útlitið.“
„Þið þekkið hana ekki neitt, þið vitið ekki hversu mögnuð persóna hún er. Hún varð fræg fyrir fótboltann.“