Stuðningsmenn Galatasaray í Tyrklandi hafa fagnað frá því á sunnudag þegar ljóst varð að liðið varð meistari í Tyrklandi.
Fögnuður stuðningsmanna hefur að mestu snúist um Jose Mourinho stjóra Fenerbache.
Mikill rígur er á milli Fenerbache og Galatsaray sem eru tvö stærstu félög Tyrklands.
Nokkrar kistur með myndum af Jose Mourinho voru með í fagnaðarlátum stuðningsmanna á götum úti.
Var ákveðið að halda „jarðarför“ Mourinho og var það þemað í öllu eins og sjá má á myndunum.
Mourinho er á sínu fyrsta ári í Tyrklandi og hefur svo sannarlega litað fótboltann þar í landi með sínum litríku litum.