Eigendur Wrexham með Ryan Reynolds fremstan í flokka eru stórhuga fyrir sumarið þar sem félagið er nú komið upp í Championship deildina.
Saga Wrexeham er lygileg og hefur liðið flogið upp deildirnar eftir að Reynolds og félagar keyptu félagið.
Segir í fréttum í dag að Wrexham hafi hafið samtalið við Tom Cairney fyrirliða Fulham um að koma í sumar.
Cairney er 34 ára gamall og hefur spilað 23 leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur mikla reynslu úr Championship deildinni.
Cairney er sagður hafa áhuga á því að fara til Wrexham en stefna félagsins er að komast upp í úrvalsdeildina.