Jack Grealish er líklega á förum frá Manchester City en má þó búast við að hann verði áfram á Englandi.
Hinn 29 ára gamli Grealish er ekki fastamaður í liði Pep Guardiola, en hann er með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 31 leik á leiktíðinni.
Talið er að hann vilji leita annað í sumar og er City opið fyrir að selja hann.
Sem stendur er talið líklegast að Tottenham hreppi leikmanninn, en hann er einnig orðaður við West Ham og sitt fyrrum félag Aston Villa í enskum miðlum. Loks hafa félög í Sádi-Arabíu verið að fylgjast með Grealish.
Grealish var keyptur til City frá Villa árið 2021 á 100 milljónir punda en hefur ekki staðið undir þeim verðmiða.