Breski miðillinn Mirror segir Arsenal og Sporting þegar hafa náð samkomulagi um framherjann Viktor Gyokeres fyrir sumargluggann.
Svíinn hefur verið orðaður við mörg stórlið undanfarið, en hann hefur skorað 95 mörk í 100 leikjum síðan hann gekk í raðir Sporting.
Þrátt fyrir það segir Mirror að Arsenal og Sporting hafi náð saman um aðeins 60 milljóna punda kaupverð á Gyokeres.
Þó kemur fram að verðmiðinn geti hækkað ef barist verður um leikmanninn, en Gyokeres yrði einn launahæsti leikmaður Arsenal með um 200 þúsund pund á viku.
Það er í algjörum forgangi hjá Andrea Berta, nýjum yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal, að sækja nýjan framherja fyrir sumarið. Það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu.
Benjamin Sesko hjá RB Leipzig hefur einnig verið sterklega orðaður við Arsenal.