Ofurtölvan hefur stokkað spilin nú þegar aðeins tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.
Ofurtölvan stokkar spilin eftir hverja umferð og spáir fyrir um lokaniðurstöðu deildarinnar. Liverpool er auðvitað orðið meistari og tölvan spáir því að Arsenal hangi á öðru sætinu. Þá er því spáð að Manchester City, Newcastle og Aston Villa tryggi Meistaradeildarsæti einnig.
Þetta yrði svekkjandi fyrir Chelsea, sem færi í Evrópudeildina. Nottingham Forest færi með þeim þangað sem liðið í 7. sæti en aðeins ef Crystal Palace tapar fyrir Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Vinni Palace fengi Forest Sambandsdeildarsæti og Brentford, sem spáð er 8. sæti, ekkert sæti í Evrópukeppni.
Hvað botnlið deildarinnar varðar eru nýliðarnir þrír auðvitað löngu fallnir og er því spáð að Manchester United hafni í 17. sæti, vinni hvorugan leikinn sem liðið á eftir. Tottenham hefur átt litlu skárra tímabil og hafnar í 16. sæti samkvæmt Ofurtölvunni.
Hér að neðan má sjá lokaniðurstöðuna.