Sævar Atli Magnússon er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að nálgast samkomulag við Brann. Hann kemur frítt til félagsins.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann en hann fékk Sævar til Lyngby þar sem hann hefur átt ágæta spretti.
Sævar er duglegur og fjölhæfur sóknarmaður en hann fer til Brann í sumar.
Fleiri Íslendingar eru á ferð og flugi, en samkvæmt norskum miðlum er Logi Tómasson á leið til Samsunspor í Tyrklandi.
Logi hefur lengi verið orðaður við brotthvarf frá Strömsgodset en nú virðist það vera að fara í gegn.
Strömsgodset hafnaði tilboði í Loga frá Brann í sumar en hann er sagður fara fyrir 130 milljónir króna.