Manchester United mun ekki fagna dátt ef liðið vinnur Evrópudeildina í næstu viku. Boðið verður í grillveislu á æfingasvæði félagsins.
Úrslitaleikurinn fer fram á miðvikudag í næstu viku og enska deildin klárast svo helgina á eftir.
Strax eftir síðasta leik í deildinni fer United í ferðalag til Asíu þar sem liðið fer og spilar tvo æfingaleiki.
Leikmenn halda svo í landsleiki og fara í sumarfrí. Því verður ekki fagnað með stuðningsmönnum ef vel tekst til.
Leikmenn United hafa átt mjög erfitt tímabil í deildinni en geta bjargað tímabilinu með því að vinna Tottenham í úrslitaleiknum.