fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 19:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham hefur nefnt það sem hann sér mest eftir á sínum knattspyrnuferli en það átti sér stað í Bandaríkjunum á sínum tíma.

Beckham var þá nýkominn til LA Galaxy þar í landi eftir frábæra tíma í Evrópu og var gerður að fyrirliða liðsins um leið.

Landon Donovan, einn besti leikmaður í sögu Bandaríkjanna, var fyrirliði Galaxy en þurfti að skila bandinu eftir komu þess enska.

Beckham sér eftir því að hafa farið í gegn með þessi skipti og hefði frekar viljað að Donovan yrði áfram fyrirliði liðsins.

,,Þegar ég mætti fyrst til Los Angeles þá var Landon Donovan fyrirliði liðsins,“ sagði Beckham við CBS.

,,Eigandi félagsins kom að mér og sagði: ‘Ég vil að þú verðir fyrirliðinn.’ Ég svaraði neitandi, að Landon Donovan væri fyrirliðinn.“

,,Viku seinna þá kom hann aftur að mér og sagðist hafa rætt við Landon, að honum væri alveg sama þó ég myndi taka við bandinu.“

,,Ég ræddi við Landon og hann sagði að þetta væri ekkert vandamál, svo fékk ég bandið. Þetta er það sem ég sé eftir, ég hefði aldrei átt að taka það af Landon.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru mjög nálægt því að semja við Van Dijk – ,,Höfðum mikinn áhuga“

Voru mjög nálægt því að semja við Van Dijk – ,,Höfðum mikinn áhuga“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Í gær

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“