Mastantuono er aðeins 17 ára gamall en er í stóru hlutverki hjá River Plate og hefur hann farið vel af stað á þessari leiktíð.
United hefur fylgt honum eftir í nokkurn tíma en eftir flotta byrjun hans á leiktíðinni í Argentínu eru fleiri stórlið um gjörvalla Evrópu á eftir honum, þar á meðal Real Madrid.
River Plate vill halda Mastantuono hjá sér út árið, en kappinn verður 18 ára í ágúst. Eftir það má búast við að hann fari annað.
Mastantuono spila helst framarlega á miðjunni eða úti á kanti. Áður hefur verið fjallað um 38 milljóna punda klásúlu í samningi hans.