fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Segist ekki vera ástæðan fyrir spilamennsku Palmer – ,,Hann er áhyggjufullur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, neitar því að það sé honum að kenna að Cole Palmer sé alls ekki upp á sitt besta í dag en hann er leikmaður liðsins.

Palmer hefur ekki skorað í 17 leikjum í röð eftir frábæra byrjun á tímabilinu og virkar alls ekki sami leikmaður og hann var fyrr í vetur.

Maresca segir að hann hafi ekki breytt neinu varðandi leikskipulag Chelsea og að Palmer sé einfaldlega að eiga erfitt uppdráttar andlega.

,,Auðvitað er þetta andlegt. Ég held að þetta tengist leikskipulaginu ekki því Cole er sami leikmaður sem skoraði mörkin fyrir okkur í vetur,“ sagði Maresca.

,,Við erum að spila sama fótbolta og stjórinn er sá sami. Þetta er sama félag svo ekkert hefur breyst í kringum Cole.“

,,Þetta er bara andlegt í dag og þú getur séð það að hann er áhyggjufullur því hann vill hjálpa liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar