fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Neita að gefast upp þrátt fyrir höfnun frá United

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. apríl 2025 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Betis er ekki búið að gefast upp á því að semja við vængmanninn Antony sem kom til félagsins í janúar.

Betis reyndi að semja við Manchester United á dögunum vegna Antony sem er samningsbundinn enska félaginu en er hjá því fyrrnefnda á lánssamningi.

Betis vildi fá Antony á láni í eitt tímabil til viðbótar en United hafnaði því boði og vill aðeins selja leikmanninn í sumar.

Þeir spænsku vilja alls ekki að annað félag tryggi sér þjónustu leikmannsins í sumar sem hefur staðið sig virkilega vel eftir komu í byrjun árs.

Samkvæmt Telegraph þá er Betis að undirbúa nýtt tilboð í Antony og er tilbúið að borga meira af launum leikmannsins en áður.

United er líklegt til að hafna því boði en félagið vill fá 30 milljónir punda í sumar fyrir Brasilíumanninn sem stóðst alls ekki væntingar á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar