fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Reyndi að fá 2,5 milljónir frá heimsfrægum manni eftir framhjáhald – Ætlaði að fá til sín konur en fékk karla

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. apríl 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo var án efa einn sá besti á sínum tíma. Það stoppaði hann þó ekki frá því að eiga ansi skrautlegt líf utan vallar.

Breska götublaðið Daily Star rifjar á vef sínum upp feril Ronaldo utan vallar. Þar er meðal annars tekið fyrir þegar kappnn var í endurhæfingu í Brasilíu vegna þrátlátra meiðsla árið 2008, en þá var hann á mála hjá AC Milan.

Ronaldo talaði mikið um að losa um streitu með kynlífi og ætlaði hann sér líklega að gera það þegar hann sótti þrjár vændiskonur og fór með á mótelherbergi sitt. Þess má geta að Ronaldo var trúlofaður á þessum tíma.

Þetta voru þó engar vændiskonur. Þetta voru karlmenn sem ætluðu sér að fjárkúga Ronaldo.

Þetta var ekki lengi að rata í brasilíska miðla. Það var opinberað að Ronaldo hafi boðið mönnunum því sem nemur um 50 þúsund krónur á mann. Einn mannana hélt því fram að Ronaldo hafi hótað því að lemja sig.

Lögregla sagði hins vegar frá því að þessi sami maður hafi reynt að kúga um 2,5 milljónir króna út úr Ronaldo.

Leikmaðurinn neitaði ekki fyrir að þetta hafi átt sér stað og að hann hafi ætlað að kaupa sér þjónustu vændiskvenna. Það væri ekki ólöglegt heldur.

Unnusta hans, Maria, hafði hins vegar engan húmor fyrir þessu og hætti með kappanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær

Missir af EM

Missir af EM
433Sport
Í gær

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
433Sport
Í gær

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun