fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 21:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 5-1 sigur samanlagt á Real Madrid. Seinni leikurinn í kvöld fór 1-2.

Arsenal fór inn í leikinn með frábæra stöðu eftir 3-0 sigur á heimavelli. Arsenal varðist vel og gaf varla færi á sér.

Arsenal fékk vítaspyrnu snemma leiks en Bukayo Saka ákvað að vippa á markið, varði Thibaut Courtois það frá honum. Staðan markalaus í hálfleik.

Saka var þó ekki hættur að vippa því hann fékk boltann inn fyrir vörn Real Madrid og vippaði yfir Courtois, nú fór boltinn í markið og Arsenal komið yfir á Bernabeu.

Skömmu síðar jafnaði Vini Jr. leikinn þegar William Saliba var sofandi í vörninni. Það var svo Gabriel Martinelli sem tryggði Arsenal 1-2 sigur á kvöldinu með marki í uppbótartímai og ljóst að Arsenal mætir PSG í undanúrslitum.

Í hinum leik kvöldsins gerðu Inter og Bayern 2-2 jafntefli, Inter vann fyrri leikinn og er því komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið