fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 16:04

Kristinn þegar hann gekk í raðir Vals árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur og Kristinn Freyr Sigurðsson hafa framlengt samning sinn og gildir hann nú út árið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Fyrri samningur Kristins átti að renna út í lok þessa árs.

Kristinn sem fæddur er árið 1991 gekk til liðs við Val frá Fjölni fyrir tímabilið 2012 og hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins allar götur síðan.

„Það er mjög ánægjulegt að framlengja við Kidda sem er og verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður. Hann hefur verið hjá okkur meira og minna frá árinu 2012 með smá ævintýrum í Svíþjóð og Hafnarfirði. Hér líður Kidda best og okkur líður alltaf vel þegar hann er inni á vellinum,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs Vals.

„Kiddi hefur sýnt okkur það að hann stígur upp þegar á þarf að halda. Hann er orðinn grjótharður Valsari og er einn af þessum jákvæðu leiðtogum liðsins. Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa