fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Arnar fer nánar út í viðbrögð Arons við óvæntri ákvörðun – „Mega vera í fýlu í 5 sekúndur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Orri Steinn Óskarsson væri nýr fyrirliði liðsins. Hann segir aðra hafa sýnt þessu skilning.

Hinn tvítugi Orri er framherji Real Sociedad og mun taka við bandinu af Aroni Einar Gunnarssyni sem hefur borið það í mörg ár. Í fjarveru Arons hefur Jóhann Berg Guðmundsson verið fyrirliði.

video
play-sharp-fill

„Ég taldi rétt að fyrirliðinn yrði fulltrúi nýrrar kynslóðar. Mér finnst þeir vera tilbúnir og held þeir hafi viljað fá rödd. Þeir vilja sýna fram á að þeir eru ekki bara töffarar á blaði. Orri er gríðarlega stoltur, ánægður og tilbúinn í þetta,“ sagði Arnar um málið í samtali við 433.is í dag.

Arnar var þá spurður út í viðbrögð annarra, til að mynda Arons, við því að Orri væri nýr fyrirliði landsliðsins.

„Ég ætlast til þess að eldri leikmenn sætti sig við þessa ákvörðun og geri sér grein fyrir að þeir séu enn leiðtogar þó þeir beri ekki armbandið. Innst inni er ekkert gaman að tilkynna leikmönnum sem eru búnir að vera fyriliðar í 200 ár og með yfir 100 landsleiki að þeir séu ekki lengur fyrirliðar.

Eins og ég segi við alla þegar ég segi þeim slæmar fréttir er að þeir mega vera í fýlu í 5 sekúndur og svo bara áfram gakk. Þeir sýndu þroska og skilning. Aron var í þessari sömu stöðu fyrir 10-15 árum þegar hann fékk keflið á svipuðum aldri þannig hann sýndi hvað mestan skilning á þessu,“ sagði Arnar.

Ítarlegt viðtal við hann er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
Hide picture