fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn segist ekki ætla í neinn feluleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 19:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, sat fyrir svörum í dag í tilefni þess að hann valdi hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir Sviss 21. febrúar og Frökkum fjórum dögum síðar. Báðir leikir verða ytra. Ísland er einmitt líka í riðli með Sviss í riðlakeppni EM í sumar, eins og Noregi sem liðið mætir einnig í Þjóðadeildinni.

Þorsteinn var í dag spurður út í hvort það væri óheppilegt að mæta þessum liðum nú á vormánuðunum og aftur í sumar.

„Við förum bara í þessa leiki til að vinna þá, förum ekki í neinn feluleik því við erum að spila við þær á EM,“ sagði Þorsteinn þá og benti á mikilvægi Þjóðadeildarinnar.

„Þessir leikir skipta gríðarlega miklu máli því við viljum vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli upp á undankeppni HM í haust.

Það er langt í EM. Nýir leikmenn geta komið inn, leikmenn meiðst og þess háttar. Það fara allir í þessa leiki og gefa allt í það, leggja öll spil á borðið,“ sagði Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi