Sigurður Gísli Bond Snorrason mætti til Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þátt Íþróttavikunnar á 433.is. Besta deild karla var í fyrirrúmi.
Allir í setti voru sammála um að eins og staðan er í dag sé Breiðablik líklegasta liðið til að verða Íslandsmeistari og verja þar með titil sinn.
Þá var því velt upp hvort Ísak Snær Þorvaldsson, sem átti stóran þátt í titlinum eftir að hann sneri aftur til Blika á láni frá Rosenborg í fyrra, muni snúa aftur.
„Það er víst draumur hjá þeim en svo þarf hann að taka ákvörðun. Er hann tilbúinn að setja allt í gang og verða alvöru atvinnumaður? Ef hann kemur heim núna 24 ára þá er hann svolítið að gefa þetta upp á bátinn. Það er bara allt í góðu, hann verður bara frábær leikmaður á Íslandi og vinnur titla með Breiðabliki,“ sagði Hrafnkell um málið.
„Hann getur vel spilað í þessari deild í Noregi,“ skaut Sigurður inn í.
Umræðan í heild er í spilaranum.