fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Valur staðfestir komu Birkis

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Valsmenn en hann kemur frá ítalska stórliðinu Atalanta þar sem hann hefur verið á mála frá árinu 2021. Samningur Vals og Birkis Jakobs er til fjögurra ára.

Birkir sem er uppalinn í Fram á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en hann lék einnig með Fylki og Breiðablik í yngri flokkum.

„Birkir Jakob er stór og sterkur strákur og gríðarlegt efni. Hann hefur verið í tæp fjögur ár í sterkri akademíu hjá Atalanta á Ítalíu þar sem hann hefur staðið sig vel. Hann hefur eiginleika sem leikmaður sem eiga eftir að styrkja hjá okkur sóknarlínuna. Okkur hlakkar mikið til þess að sjá hann í valsbúningnum næstu árin,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.
Birkir Jakob var sjálfur fullur tilhlökkunar þegar hann hitti hópinn niður á Hlíðarenda í dag.

„Ég er mjög spenntur enda taldi ég góðan tíma núna til þess að koma heim og fara í fullorðinsfótbolta. Valur er auðvitað risa klúbbur og þarna er fullt af eldri og reyndari leikmönnum sem er hægt að læra helling af,“ segir Birkir Jakob.

Birkir lýsir sjálfum sér sem sóknarsinnuðum leikmanni sem geti spilað uppi á topp og úti á kanti og hann er með skýr markmið fyrir sumarið.

„Ég vil bæta mig sem leikmann og nýta allar þær mínútur sem ég mun fá. Það verður geggjað að læra af Patrick Pedersen. Ég hlakka til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa