

Antoine Semenyo verður leikmaður Manchester City á nýju ári en hann gengur í raðir félagsins frá Bournemouth.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem sérhæfir sig í leikmannaskiptum.
Semenyo hefur spilað vel með Bournemouth á tímabilinu og var orðaður við öll stærstu félög Englands.
Hann verður staðfestur hjá City stuttu eftir áramót en það gengur vel hjá City og Bournemouth að ná samkomulagi.
Vængmaðurinn mun kosta City um 65 milljónir punda.