

Morgan Rogers var auðmjúkur í gær eftir leik Aston Villa og Arsenal sem fór fram á Emirates vellinum.
Topplið Arsenal fór illa með Villa í toppbaráttunni og vann 4-1 sigur eftir að hafa komist 4-0 yfir.
Ollie Watkins lagaði stöðuna undir lok leiks en Villa var alls ekki sannfærandi að þessu sinni eftir að hafa unnið 11 leiki í röð.
,,Betra liðið vann í þessum leik, það er ástæða fyrir því að Arsenal er á toppnum – þetta er besta liðið,“ sagði Rogers.
,,Það er ekkert að því að tapa 4-1 gegn besta liði deildarinnar.“