
Oscar Bobb fær að fara frá Manchester City ef Anotine Semenyo kemur og er þýska stórliðið Dortmund líklegur áfangastaður.
Norðmaðurinn ungi hefur verið í aukahlutverki hjá City á leiktíðinni en þó fengið töluvert af mínútum. Mun spiltíminn þó skerðast enn frekar ef Semenyo mætir á svæðið.
Á því virðast allar líkur, en City er að kaupa hann af Bournemouth á 65 milljónir punda eftir afar gott tímabil Ganverjans það sem af er.
Bobb hefur vakið áhuga víðar en hjá Dortmund, en það er þó líklegasti áfangastaðurinn sem stendur.
Bobb kom aðeins 16 ára inn í akademíu City frá Noregi og hefur unnið sig upp í aðalliðið á undanförum árum.
🚨🟡⚫️ Borussia Dortmund and Man City are in talks over Oscar Bobb deal, as exclusively revealed last week.
Bobb can leave Manchester City if/when Semenyo joins with more clubs also keen, not only BVB. 👀 pic.twitter.com/fX7z53kWaV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2025