

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Íslenska kvennalandsliðið fór á sitt fimmta Evrópumót í röð í Sviss í sumar en tapaði öllum leikjum sínum, sem voru mikil vonbrigði.
„Þetta var ömurlegt mót, enda var tekið til í þjálfarateyminu þó þjálfarinn hafi haldið starfi sínu,“ sagði Kristján, en margir veltu fyrir sér hvort Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari fengi sparkið eftir mót.
Ísland var í riðli með Finnlandi, Sviss og Noregi á mótinu og áttum við að eiga fínan séns.
„Fyrsti leikurinn gegn Finnum setti tóninn, við áttum að vinna hann. Þetta var draumariðill en við náðum ekki í eitt einasta stig.
Mér finnst ekkert voðalega bjart yfir þessu kvennalandsliði ef ég á að segja alveg eins og er. En hver veit nema prófesorinn nái að drilla þarna með Steina,“ sagði Kristján enn fremur og á þar við Ólaf Kristjánsson sem nú er aðstoðarmaður Þorsteins í Laugardalnum.
Umræðan í heild er í spilaranum.